Ferðamálafulltrúinn

Einn maður sagði við mig í gær að gosið væri besti ferðamálafulltrúinn sem Ísland hefur haft. En það mætti svo sannarlega fara að reka hann !!!

Þetta er að mínu mati rétt því þetta hefur vakið heimsathygli. Sárt eiga þó margir um að binda vegna þessa og vil ég senda öllum þeim sem hafa orðið fyrir þessu hlýja strauma.

Vitað er þó að um leið og gosið hættir þá fer ferðamaðurinn að streyma til landsins eins og enginn sé morgundagurinn en spurningin er þó... hversu lengi getur Íslenski ferðamannaiðnaðurinn beðið eftir að gosinu lýkur ? Nær fólk að halda sér og sínum á floti þangað til ?

350 milljónum var úthlutað í kynningaverkefni til að trekkja að erlenda ferðamenn á ný. Gaman væri að vita hverjir það eru sem ætla að koma öllu af stað og hvernig viðkomandi ætla að framkvæma það. Oft finnst mér vanta á fréttaflutninginn hver það er sem tekur við þessum peningum og hvaða hugmyndir liggja bakvið framkvæmdir. Hver skipuleggur þetta allt og hvernig á að standa að þessu.

Upplýsingar eru mjög þarfar þegar verið er að spila með almenningsfé !!!  Eða hvað ? Er öllum kannski orðið sama um þetta allt saman  ?


mbl.is Mikið sprengigos í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband