Gott og vel...

Get vel skilið að það sé grimmd í fólki vegna áróðurs. Staðan er einfaldlega sú að allir hafa misst trúna á embættismönnum sem starfað hafa undanfarin ár í ljósi þess sem hefur komið upp á borðið. Ef við ræðum þessa einu frétt þá verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum á fréttaflutningi og þykir mér það vera fáránlegt að minnast þurfi á samfylkingarkonuna í þessari frétt.  Ef þetta er hinn nýstárlegi fréttaflutningur er sennilega best að ég fari á stjá og vari bræður mína og fjölskyldu við, víst ég er komin í framboð.

Skoðun mín varðandi pylsurnar þá finnst mér þetta bara vera hið besta mál. Sé því miður ekki muninn á því hvort þessi ágæti flokkur hafi staðið þarna fyrir utan, gefandi pylsur eða hvort hann hefði farið inn á einhvern vinnustað og "ónáðað" fólkið.framsoknarflokkurinn_logo

Gleymum ekki einu. Frambjóðendur vilja hitta almenning til að fá innsýn í líf þess og uppástungur um það sem betur má fara í samfélaginu. Hvet því alla sem eitthvað hafa fram að færa að tjá sig á málefnalegum grundvelli frekar en að láta hatrið yfirbuga allt... Ekkert lagast hér í samfélaginu ef fólk lætur þannig.

Nú er kominn tími til að við snúum bökum saman og hjálpumst að við að gera almennilega vorhreingerningu.

X-B Árborg


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin aftur á bloggið :)

Ragna Björg (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband