Ferðamálafulltrúinn

Einn maður sagði við mig í gær að gosið væri besti ferðamálafulltrúinn sem Ísland hefur haft. En það mætti svo sannarlega fara að reka hann !!!

Þetta er að mínu mati rétt því þetta hefur vakið heimsathygli. Sárt eiga þó margir um að binda vegna þessa og vil ég senda öllum þeim sem hafa orðið fyrir þessu hlýja strauma.

Vitað er þó að um leið og gosið hættir þá fer ferðamaðurinn að streyma til landsins eins og enginn sé morgundagurinn en spurningin er þó... hversu lengi getur Íslenski ferðamannaiðnaðurinn beðið eftir að gosinu lýkur ? Nær fólk að halda sér og sínum á floti þangað til ?

350 milljónum var úthlutað í kynningaverkefni til að trekkja að erlenda ferðamenn á ný. Gaman væri að vita hverjir það eru sem ætla að koma öllu af stað og hvernig viðkomandi ætla að framkvæma það. Oft finnst mér vanta á fréttaflutninginn hver það er sem tekur við þessum peningum og hvaða hugmyndir liggja bakvið framkvæmdir. Hver skipuleggur þetta allt og hvernig á að standa að þessu.

Upplýsingar eru mjög þarfar þegar verið er að spila með almenningsfé !!!  Eða hvað ? Er öllum kannski orðið sama um þetta allt saman  ?


mbl.is Mikið sprengigos í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og vel...

Get vel skilið að það sé grimmd í fólki vegna áróðurs. Staðan er einfaldlega sú að allir hafa misst trúna á embættismönnum sem starfað hafa undanfarin ár í ljósi þess sem hefur komið upp á borðið. Ef við ræðum þessa einu frétt þá verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum á fréttaflutningi og þykir mér það vera fáránlegt að minnast þurfi á samfylkingarkonuna í þessari frétt.  Ef þetta er hinn nýstárlegi fréttaflutningur er sennilega best að ég fari á stjá og vari bræður mína og fjölskyldu við, víst ég er komin í framboð.

Skoðun mín varðandi pylsurnar þá finnst mér þetta bara vera hið besta mál. Sé því miður ekki muninn á því hvort þessi ágæti flokkur hafi staðið þarna fyrir utan, gefandi pylsur eða hvort hann hefði farið inn á einhvern vinnustað og "ónáðað" fólkið.framsoknarflokkurinn_logo

Gleymum ekki einu. Frambjóðendur vilja hitta almenning til að fá innsýn í líf þess og uppástungur um það sem betur má fara í samfélaginu. Hvet því alla sem eitthvað hafa fram að færa að tjá sig á málefnalegum grundvelli frekar en að láta hatrið yfirbuga allt... Ekkert lagast hér í samfélaginu ef fólk lætur þannig.

Nú er kominn tími til að við snúum bökum saman og hjálpumst að við að gera almennilega vorhreingerningu.

X-B Árborg


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband